Erlent

Ótrúlega margar falskar nauðgunarkærur

Óli Tynes skrifar
Nauðgunarkærur geta verið neyðarúrræði  kvenna sem halda framhjá eða stúlkna sem koma of seint heim.
Nauðgunarkærur geta verið neyðarúrræði kvenna sem halda framhjá eða stúlkna sem koma of seint heim. MYND/Nyhedsavisen

Þrjár af hverjum fjórum kærum um nauðganir sem berast til dönsku lögreglunnar eru beinlínis vafasamar. Og ein af hverjum fimm er hrein lygi.

Bent Isager-Nielsen lögregluforingi í Kaupmannahöfn segir í samtali við Berlingske Tidende að lögreglan hefði haft á tilfinningunni að falskar ákærur væru yfir 10 prósent, en að það hefði komið þeim mjög á óvart að þær væru yfir 20 prósent.

Í tölum lögreglunnar kemur einnig fram að í 54 prósentum tilfella hafi ekki verið um að ræða nauðganir í samræmi við þær kærur sem lagðar voru fram.

Louise Skriver Rasmussen, sálfræðingur, segir að falskar nauðgunarkærur eigi sér margar orsakir. Í sumum tilfellum séu þær hróp eftir hjálp frá konum sem reyni að vekja athygli á neyðarástandi sem þær búa við.

Í öðrum tilfellum geti verið um að ræða hefnd. Og í sumum tilfellum geti þetta verið skelfingarviðbrögð eftir frahjáhald eða vegna þess að ungar stúlkur koma of seint heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×