Erlent

Putin maður ársins hjá Time

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin, forseti Rússlands.
Vladimir Putin, forseti Rússlands.

Bandaríska vikuritið Time hefur valið Vladimir Putin mann ársins 2007 fyrir að færa þjóð sinni stöðugleika og afla henni virðingar á ný. Putin bar sigurorð af fólki eins og Al Gore og Harry Potter rithöfundinum J.K. Rowling.

Búast má við háværum mótmælum vegna þessa, eins og jafnan þegar Time velur mann ársins. Andstæðingar Putins munu sjálfsagt fordæma valið á þeim forsendum að Putin fótum troði lýðræðið og hafi safnað að sér öllum völdum í landinu.

Þetta verður semsagt líklega sami söngurinn. Og svar ritstjóra Time verður það væntanlega það sama, að þeir velji persónu sem hafi haft afgerandi áhrif í heimsmálunum. Hvort sem það er til góðs eða ills.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×