Erlent

Riverdance-hetja fær 800 milljónir í miskabætur

Michael Flatley fór fyrir Riverdance hópnum
Michael Flatley fór fyrir Riverdance hópnum

Kona sem kærði dansarann Michael Flatley fyrir að nauðga sér hefur verið dæmd til þess að greiða honum 800 milljónir króna í miskabætur. Flatley skaust upp á stjörnuhimininn með hinni eldfjörugu danssýningu Riverdance.

Málið hófst með því að fasteignasölukonan Tyna Marie Robertson  sakaði Flatley um nauðgun árið 2002 og bauð honum að jafna málið með ríflegri peningagreiðslu.

Þegar Flatley hafnaði því fór hún í mál. Þau málaferli voru ansi skrautleg og meðal annars var lögfræðingur Robertsons dæmdur til þess að greiða dansaranum ótilgreindar bætur fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Og nú hefur dómstóll úrskurðað að Tyna Marie Robertson skuli greiða Flatley 11 milljónir dollara fyrir sömu sakir. Talsmaður Flatleys segir að hann muni gefa féð til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×