Joe Cortez dæmir bardaga ársins 4. desember 2007 14:10 Joe Cortez ræðir við Mike Tyson NordicPhotos/GettyImages Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Í dag var tilkynnt að reynsluboltinn Joe Cortez frá Portó Ríkó muni dæma bardaga ársins í hnefaleikaheiminum milli þeirra Ricky Hatton og Floyd Mayweather á laugardagskvöldið. Lið Ricky Hatton hafði lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að Hatton fengi ekki að fullnýta grimman stíl sinn ef óreyndur dómari hefði verið fenginn í verkefnið, en þeim áhyggjum hefur nú verið aflétt. Cortez dæmdi til að mynda bardaga Hatton og Luis Castillo forðum og þá hefur hann reynslu af að dæma t.d. bardaga Shane Mosley og Mike Tyson á síðustu árum svo eitthvað sé nefnt. "Þetta verður slagur tveggja af bestu boxurum í heiminum og því er eðlilegt að þeir fái að sýna hvað í þeim býr," sagði þjálfari Hatton, Billy Graham. Hatton á það til að blæða hressilega í bardögum sínum og það fer fyrir brjóstið á sumum dómurum. Graham fagnar því að Cortez hafi verið fenginn í verkefnið. "Maður hefur alltaf áhyggjur af skurðum en við erum með góðan saumara í okkar horni og ég vona að dómarinn sé ekki viðkvæmur," sagði þjálfarinn. Hann á von á því að Mayweather geri mikið af því að væla yfir Hatton í bardaganum, en Mayweather gagnrýndi breskan andstæðing sinn fyrir að beita olnbogunum fyrir sig í bardaganum við Luis Castillo. "Ég veit að Mayweather á eftir að væla mikið í dómararnum en hann verður að huga að því að menn verða að halda uppi vörnum allan bardagann. Um leið og hann lætur hendurnar falla og fer að væla - á Ricky eftir að lumbra á honum. Það er það eina sem Floyd þarf að hafa áhyggjur af fyrirfram," sagði þjálfari Hatton. Bardagi Hatton og Mayweather verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira