Erlent

Putin stefnir í rússneska kosningu

Moskva kýs Putin, segir á risastórum borða í höfuðborginni.
Moskva kýs Putin, segir á risastórum borða í höfuðborginni.

Rússar greiða nú atkvæði í þingkosningum sem nær öruggt er að flokkur forsetans, Sameinað Rússland, vinni með yfirburðum. Rúmlega 100 milljónir manna eru á kjörskrá.

Kjörfundur hófst í Vladivostok í gærkvöldi, að íslenskum tíma, en alls eru 96 þúsund kjörstaðir í landinu.

Þegar þrjár klukkustundir voru eftir þar til kjörstaðir loka á Kyrrahafssvæðum landsins höfðu 73 prósent greitt atkvæði í Tsjúkotka.

Formaður kjörstjórnar segir að víðast hvar sé kjörsókn hærri en fyrir fjórum árum. Hátíðarstemning er víða og minnir marga eldri kjósendur á kosningar í gömlu Sovétríkjunum.

Stjórnarandstaðan hefur ákaft gagnrýnt aðdraganda kosningana, enda hefur flokkur Pútíns forseta verið afar áberandi í kosningabaráttunni en aðrir haft lítinn aðgang að fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×