Erlent

Löggan lærir pólsku

Óli Tynes skrifar
Breskir lögreglumenn að störfum.
Breskir lögreglumenn að störfum.

Lögregluþjónar í Lincolnshire í Bretlandi munu hefja pólskunám í febrúar næstkomandi. Í þeim hluta landsins er mikill fjöldi af farandverkamönnum, sem margir hverjir tala enga ensku.

Talsmaður lögreglunnar segir að þeim sé ekki ætlað að læra pólsku reiprennandi.

Þeir munu læra grundvallarorð og setningar og einnig hvernig á að bera fram pólsk nöfn. Talsmaðurinn segir að það sé góð byrjun á samnandi að geta boðið manni góðan dag á hans eigin tungumáli.

Lykillinn að hverfalöggæslu sé að íbúunum finnist þeir vera öruggir.

Í sumum hverfum nái lögreglan ekki til íbúanna vegna tungumálaörðugleika. Þetta sé byrjunin á því að koma þeim skilaboðum á framfæri að lögreglan vilji vinna með fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×