Erlent

Dýr málsverður

Óli Tynes skrifar
Það getur verið erfitt að finna bílastæði í Róm.
Það getur verið erfitt að finna bílastæði í Róm.

Yfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Rómarborg hefur verið rekinn. Ekki aðeins lagði hann bíl sínum ólöglega heldur setti hann í gluggakistuna heimildarskírteini fyrir fatlaða til að leggja.

Það skírteini var raunar útrunnið. Og tilheyrði upphaflega 86 ára gamalli konu. Lögregluforinginn vissi sem var að bílar fatlaðra eru nær aldrei dregnir burt, sama hvar þeir leggja.

Hann rölti því áhyggjulaus á næsta veitingastað og fékk sér þar dýrindis málsverð.

Og mikið rétt; bíllinn hans var enn í stæðinu. Eins og sjá mátti á stórri ljósmynd á forsíðu dagblaðsins Il Messagero daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×