Sagður þurfa kraftaverk Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 19:00 Kevin Rudd, leiðtoga Verkamannaflokksins í Ástralíu, er spáð sigri í þingkosningunum á morgun og þar með forsætisráðherraembættinu. MYND/AP John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til. Erlent Fréttir Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Fjölmiðlar í Ástralíu voru ekki að skafa utan af því í morgun - Howard sagður þurfa kraftaverk til að halda völdum. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd frá 1996. Aðeins einn hefur setið lengur - Robert Menzies 1949 til 1966. Verkamannaflokknum er spáð sigri leiðtoga hans - Kevin Rudd - forsætisráðherraembættinu. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð litlaus - helst vegna þess hve Howard og Rudd eru líkir í fasi og stefnumálum. Svo langt gekk það að á dögunum voru þeir á kosningafundi í sömu borginni - mættu í sömu verslunarmiðstöðina sama daginn og kysstu sama barnið á kollinn til að veiða atkvæði. Það sem helst hefur skaðað Howard í baráttuni síðustu vikuna er falsaður bæklingur sem flokksbræður hans gáfu út í kjördæmi þar sem mjótt er á munum. Í honum þakka tilbúin samtök múslima Verkamannaflokknum fyrir stuðning eftir hryðjuverkaárásirnar á Balí í Indónesíu 2002. Þar týndu fjölmargir ástralskir ferðmenn lífi. Þetta átti að ala á kynþáttahatri og veikja Rudd. Howard hefur svarið málið af sér en Rudd gripið það á lofti og boðar breytingar. Rudd segist skilja það að margir kjósendur hafi ekki kosið Verkamannaflokkin fyrr, þeir hugsi nú um það. Aðrir hafi ekki kosið flokkinn í lengri tíma. Við þetta fólk vilji hann segja að ef hann nái kjöri verði hann forsætisráðherra allrar þjóðarinnar. Howard varar hins vegar við breytingum. Ef kjósendur séu þeirrar skoðunar að landið sé í grunninn á leið í rétta átt séu engin rök fyrir því að breyta til.
Erlent Fréttir Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira