Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Óli Tynes skrifar 22. nóvember 2007 10:12 Hvelfingin helga. Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum. Erlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. Höllin stendur á Palatínhæð, einni af sjö hæðum Rómar. Sumir fornleifafræðingar ganga svo langt að segja að þetta sé mesti fornleifafundur allra tíma. Á spena úlfynju Samkvæmt goðsögninni voru Rómúlus og Remus tvíburasynir stríðsguðsins Mars. Þeir voru skildir eftir í vöggu á bökkum Tíberfljóts þar sem úlfynja fann þá. Hún bar þá í greni sitt og gaf þeim spena. Í Róm til forna fékk greni hennar nafnið Lupercale, en Lupa er latína fyrir úlfynja. Lupercale var því talinn mikill helgidómur og fagurlega skreyttur. Eins og svo margt annað týndist grenið á þeim árþúsundum sem Róm hefur staðið. Bræðurnir eru sagðir hafa stofnað Rómarborg 21. apríl árið 753 fyrir Krist. Valdabaráttu þeirra í milli lauk með því að Rómúlus drap Remus og varð fyrsti konungur Rómar. Höll Ágústusar. Ágústus taldi sig Rómúlus Grafhýsið eða grenið fannst fyrir tilviljun þegar fornleifafræðingar unnu að viðgerð á höll Ágústusar. Það er sextán metra undir jörðu. Girgio Croci, sem stjórnar viðgerðinni segir að þeir hafi orðið agndofa þegar þeir fyrst komu niður á það ennþá fagurlega skreytt skeljum og marmara. Eftir vandlega skoðun hafi þeir sannfærst um að þetta sé Lupercale og þá hafi gríðarleg fagnaðarlæti brotist út. Fornleifafræðingurinn Andrea Carandini er sannfærð um að það hafi ekki verið nein tilviljun að Ágústus skyldi reisa sér hús yfir Lupercale. Helgidómurinn hafi leikið stórt hlutverk í stjórnsýslu hans enda hafi hann litið á sig sem hinn nýja Rómúlus. Lupercale finnst víða höggvið í stein. Goðsögn og staðreyndir Höll Ágústusar, sem var eiginlega frekar stórt hús á þeirra tíma mælikvarða hefur verið lokuð í mörg ár vegna viðgerðanna. Hún verður opnuð almenningi á nýjan leik árið 2008. Ekki er þó líklegt að grenið verði opnað almenningi á sama tíma. Fornleifafræðingarnir segja að það sé afskaplega viðkvæmt. Það þurfi að fara með mikilli gát við könnun þess og opnun. Carandini segir að sagan af tilurð Rómarborgar sé að hluta til goðsögn og að hluta söguleg staðareynd. Fornleifafundir færi sífellt frekari sönnur þess að hún sé ekki síðari tíma munnmælasögur heldur eigi upptök sín í sögulegum staðreyndum.
Erlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira