Brown baðst afsökunar Guðjón Helgason skrifar 21. nóvember 2007 17:45 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá. Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira