Viðskipti innlent

SPRON lækkaði um 6,17%

„Það eru erfiðir tímar framundan og á brattan að sækja fyrir fyrirtæki, en þetta er síður en svo bundið við ísland," sagði Jón Bjarki Bentsson sérfræðingur í Greiningu Glitnis í samtali við Sindra Sindrason, við lokun markaða.

Það var rauður dagur í Kauphöll Íslands í dag. Hlutabréf í Sparisjóð Reykjavíkur og Nágrennis lækkuðu mest eða um 6,17%. Century Aluminum Company lækkaði um 5,50%, Exista hf. lækkaði um -4,59% og FL GROUP hf um -4,52%. Þá lækkaði Landsbanki Íslands hf. um 3,43%. Ekkert fyrirtæki hækkaði og fór úrvalsvísitalan niður um 2,46%.

Jón Bjarki minnir á að stemningin á markaðnum hér á landi komi að utan og markaðirnir úti hafi verið ansi einsleitir í dag. Ástæðuna megi meðal annars rekja til viðvarandi frétta af skuldavandræðum lánafyrirtækja.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×