Erlent

SAS fær falleinkunn í öryggismálum

Óli Tynes skrifar
Tímaspursmál hvenær verður stórslys.
Tímaspursmál hvenær verður stórslys.

Norskur sérfræðingur í flugöryggismálum segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær stórslys verði hjá SAS flugfélaginu vegna stórfelldra galla í öryggismálum. Kjell Klevan er sérfræðingur hjá Norska loftferðaeftirlitinu.

Í skýrslu sem hann sendi starfsbræðrum sínum í Skandinavíu segir hann að hjá SAS sé mikill skortur á bæði stjórnun og fagþekkingu.

Klevan nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Í einu tilfelli var flugvél send í loftið full af farþegum þótt flugstjórinn hefði séð eldsneyti fossa út úr öðrum vængnum.

Í öðru tilfelli voru 244 farþegar í lífshættu þegar flugmennirnir hófu vél alltof bratt til flugs og afturhluti hennar dróst eftir flugbrautinni. Átta metra löng rifa kom á skrokkinn.

Í þriðja tilfellinu komust flugmennirnir að þeirri niðurstöðu að leki væri í súrefniskerfinu. Engu að síður var vélinni flogið á áfangastað.

Flugfélagið hefur mótmælt fullyrðingum Klevans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×