Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:13 Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira