Erlent

1.600 týndu lífi hið minnsta

Guðjón Helgason skrifar

Tæplega 1.600 manns hið minnsta fórust þegar fellbylurinn Sadr fór yfir Bangladess í gær og fyrradag. Óttast er að mörg þúsund manns til viðbótar finnist látnir.

Fellibylurinn fór yfir suður- og miðhluta Bangladess og yfir hluta Indlands en þá hafði töluvert dregið úr vindstyrk sem mældist mest sextíu og sex metrar á sekúndu.

Opinber yfirvöld staðfestu síðdegis að 1.595 Bangladessar hið minnsta hefðu farist í verðurofsanum en óttast að mörg þúsund finnist látnir til viðbótar þegar björgunarmenn nái til afskekktra svæða.

Íbúar í strandhéruðum fengu margir hverjir að snúa heim í morgun og komu þá að rústum húsa sinna. Kona sem býr í Barung sagðist ekki eiga enitt eftir. Fellibylurinn hefði hrifað allt frá henni. Fjölskylda hennar hefði átt togara sem væri nú horfinn.

Þeir sem eiga steinhús sem enn standa hafa skotið skjólshúsi yfir þá sem misstu allt sitt.

Herþyrlur og herskip eru notuð til að koma lyfjum og mat til þeirra sem eru hjálparþurfi eða hafa orðið innlyksa vegna flóða - en um fjögurra metra háar öldur gengu yfir landshluta þegar verðurhamurinn var sem mestur.

Bangladessar þurfa að þola fellibyli og flóð á hverju ári. Mannskæðasti bylurinn varð 1970 þegar hálf milljón Bangladessa týndi lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×