Útlitið svart Guðjón Helgason skrifar 17. nóvember 2007 18:30 Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009. Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Mannkyn mun þjást og þriðjungur dýrategunda jafnvel deyja út verði ekkert gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í dag. Formaður nefndarinnar segir hana leiðbeina leiðtogum í leit að lausnum. Skýrslan var kynnt á fundi nefndarinnar í Valenciu á Spáni í dag. Hún er sett saman úr þremur skýrslum sem nefndin kynnti fyrr á þessu ári. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð ótvíræð og rúmlega níutíu prósent líkur á að útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sé um að kenna. Áhrif á lífríkið geti komið fram á skömmum tíma og verið óafturkræf. Jöklar bráðni hraðar og svo geti fari að þriðjugru allra plöntu- og dýrategunda deyji út hækki meðalhiti á hverju áru um allt að tvær og hálfa gráður. Það geti gerst á skömmum tíma. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ekki hægt að láta þetta gerast. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir það von sína að þegar á heildina væri litið myndi þetta leiða til þess að fólk áttaði sig á því að vandinn væri mikill og staðan mjög alvarleg. Einnig að áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið hrikaleg í sumum tilfellum og að það kostaði ekki svo mikið að grípa til aðgerða til að stemma stigu við því. Hans Verholme hjá umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fun segir mikilvægt að Bandaríkjamenn komi aftur að samningaborðinu í umhverfismálum til að taka megi afgerandi ákvarðanir. Án þess verði erfitt að sannfæra þróunarríki um að taka þátt þegar útblástur þeirra miðað við íbúafjölda sé mun minni en hjá Bandaríkjamönnum. Á Balí í Indónesíu í næsta mánuði verður byrjað að ræða framhaldið eftir að Kyoto-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út 2012. Yvo de Boer, ritari skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga, segir mestu skipta að þrennt verði gert á fundinum á Balí. Viðræðurnar hefjist formlega, dagskrá þeirra viðræðna verði samin og ákveðið að samningaviðræðum verði að vera lokið fyrir 2009.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira