Erlent

Rekum klíkuna frá Gaza

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.

Mahmoud Abbas, forseti Palestsínumanna, hefur hvatt þjóð sína til þess að reka Hamas samtökin frá Gaza ströndinni.

Vígasveitir Hamas hertóku ströndina í júní og hröktu hersveitir forsetans á brott. Abbas tilheyrir Fatah samtökum Yassers Arafat, sem eru talsvert hófsamari en Hamas.

Í ræðu sem hann hélt í Ramalla á Vesturbakkanum í dag, sagði Abbas; "Við verðum að losa okkur við þessa klíku sem rændi Gaza ströndinni með vopnavaldi og nýtir sér þjáningu og hörmungar þjóðar okkar."

Átta manns létu lífið á mánudaginn þgar vígamenn beittu skotvopnum til þess að dreifa mannfjölda eftir minningarathöfn um Yasser Arafat.

Þá voru þrjú ár liðin frá láti hans. Mikið mannfall hefur verið á Gaza undanfarna mánuði, í innbyrðis átökum Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×