Erlent

Sphinxinn er ekki í hættu

Óli Tynes skrifar
Sphinxinn á Giza hásléttunni.
Sphinxinn á Giza hásléttunni.

Fornleifaráð Egyptalands gaf í dag út yfirlýsingu um að hið ævaforna mannvirki Sphinxinn sé ekki í neinni hættu út af söltu neðanjarðarvatni sem er í grennd við hann.

Áhyggjum af því hefur verið lýst í fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni segir að vatnið sé í fimmtíu metra fjarlægð frá mannvirkinu og ekki hætta á að það nálgist frekar.

Sphinxinn er 72 metra löng stytta með mannsandlit en líkama ljóns. Hann var reistur fyrir um 4.500 árum.

Sphinxinn er á Giza hásléttunni, rétt hjá þremur frægustu pýramídum Egyptalands. Það er rétt utan við höfuðborgina Kairó.

Margir fornleifafræðingar hafa getið sér til að faraóinn Khafre hafi látið reisa Sphinxinn og lagt honum til andlit sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×