Erlent

Lindgren 100 ára

Guðjón Helgason skrifar
MYND/ENEX - TV4

Sænska skáldkonan Astrid Lindgren hefði orðið 100 ára í gær ef hún hefði lifað. Af því tilefni var slegið til veislu í Smálöndum þar sem höfundur bókanna um Línu Langsokk og Emil í Kattholti fæddist og var alin upp.

Lindgren skrifaði 88 bækur á ferlinu sem náði aftur til 1944. Bækurnar hafa komið út á rúmlega 80 tungumálum og selst í vel yfir eitthundrað milljónum eintaka. Lindregn lést í heimili sínum í Stokkhólmi í janúar 2002 - þá 94 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×