Erlent

Ekki með skammbyssu í skólann

Óli Tynes skrifar
Það verður sko agi í þessum bekk.
Það verður sko agi í þessum bekk.

Kennslukona í Oregon í Bandaríkjunum tapaði máli sem hún höfðaði til þess að fá að bera skammbyssu á sér í skólanum. Shirley Katz hefur lögregluheimild til þess að bera falda skammbyssu. Það er hinsvegar bannað samkvæmt reglum skólans.

Katz sagði að hún þyrfti á sjálfvirku Glock skammbyssunni að halda til þess að verja sig gegn hugsanlegri árás fyrrverandi eiginmanns síns.

Dómarinn tók hinsvegar máli skólans. Hann sagði í dómsorði að starfsmenn skólans þekktu reglurnar og með því að þiggja þar vinnu lofuðu þeir að undirgangast þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×