Erlent

Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu

Óli Tynes skrifar
Óeirðalögreglumenn voru á götum Rómar um helgina.
Óeirðalögreglumenn voru á götum Rómar um helgina.

Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns. Giovanna Melandri ráðherra sagði að úrvaldsdeildin ætti að taka sér umhugsunarfrest um næstu helgi.

Lögregluþjónninn sem skaut Lazio aðdáandann segir að það hafi verið slysni. Hann hafi skotið aðvörunarskoti upp í loftið og hann trúi því enn ekkþá að kúla hans hafi hæft manninn. Algengt er að boltabullur sláist á áningastöðum við þjóðvegina á Ítalíu.

Fyrr á þessu ári lét lögregluþjónn lífið í slíkum átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×