Erlent

Sólböð hægja á öldrun

Óli Tynes skrifar
Sól er góð. En allt er óhollt í of miklum mæli.
Sól er góð. En allt er óhollt í of miklum mæli.

Sólböð geta seinkað öldrun um allt að fimm ár, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bretlandi. Vísindamennirnir komust að því að fólk sem forðast sólina eða hefur of lítið af D-vítamíni í líkamanum sé líklegra til að verða fyrir genetiskum "skemmdum" sem tengd eru öldrun og aldurstengdum sjúkdómum.

Munurinn getur verið svo mikill að þeir sem hafa lítið D-vítamín geta verið fimm árum eldri líffræðilega en hinir.

D vítatmín er oft kallað sólskinsvítamínið vegna þess að líkaminn fær 90 prósent þess úr sólarljósi.

Rannsóknarstjórinn, Dr. Brent Richards við Kings College í Lundúnum, segir að þetta séu mjög spennandi niðurstöður. "Þær sýna framá, í fyrsta skipti, að fólk sem hefur mikið D-vítamín í líkamanum eldist hægar."

Tim Spector prófessor sem einnig tók þátt í rannsókninni segir; "Það ríkir ótti við húðkrabbamein og það hrjáir þúsundir manna á hverju ári. En D-vítamínskortur gerir hundruð þúsunda manna veika. Og þeir sjúkdómar geta dregið fólk til dauða."

Henry Scowcroft hjá bresku krabbameinsrannsóknarstöðinni svarar þessu og segir; "Það þarf ekki langan tíma í sólinni til þess að framleiða D-vítamín. Og alltaf skemmri tíma en það tekur að verða brúnn eða brenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×