Erlent

Breskur ráðherra segir af sér -til að keyra kappakstursbíla

Óli Tynes skrifar
Drayson lávarður.
Drayson lávarður.

Ráðherra í breska varnarmálaráðuneytinu hefur sagt af sér til þess að fara að keyra kappakstursbíla. Drayson lávarður er 47 ára gamall og æðsti draumur hans hefur lengi verið að taka þátt í Le Mans kappakstrinum.

Hann hefur nú fengið samþykki keppnisstjórnarinnar fyrir sinni þáttöku og kveður því varnarmálaráðuneytið með sigurbros á vör. Þar stýrði hann innkaupum fyrir breska heraflann. Drayson var umdeildur þegar Tony Blair skipaði hann í embætti.

Einkum var það vegna þess að hann hafði stutt Verkamannaflokkinn með um einni milljón sterlingspunda. Hann þótti þó standa sig ágætlega í embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×