Erlent

Bandarískt herskip skaut niður árásareldflaugar

Óli Tynes skrifar
Standard loftvarnaeldflaug skotið frá USS Lake Erie.
Standard loftvarnaeldflaug skotið frá USS Lake Erie.

Bandarískt herskip skaut í dag niður tvær eldflaugar í 160 kílómetra hæð yfir Kyrrahafi. Þetta var æfing og liður í þeim áætlunum Bandaríkjanna að koma sér upp eldflaugavarnarkerfi gegn árásum frá ríkjum eins og Íran og Norður-Kóreu.

Hluti af þessu varnarkerfi á að vera í Póllandi og Tékklandi. Rússar hafa tekið því illa og meðal annars hótað nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Bandaríkjamenn segja að málflutningur Rússa sé tóm vitleysa.

Ekki eigi að setja upp neinn vígbúnað í þessum löndum nema tíu loftvarnaeldflaugar. Það geti ekki á nokkurn hátt talist ógn við Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×