Erlent

Aðgerðin vel heppnuð

Guðjón Helgason skrifar
Lakshmi Tatma.
Lakshmi Tatma. MYND/AP

Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar.

Aðgerðin tók 27 klukkustundir og var lokið í morgun. Stúlkan, Lakshmi Tatma, fæddist með það sem læknar kalla sníkil fastan við sig. Eineggja tvíburasystur sem hætti að þroskast á meðgöngunni og kom í heiminn fastur við Lakshmi um hana miðja - ekkert höfuð en fætur og hendur.

Verk læknanna 30 í Bangalor á Indlandi var að aðskilja Lakshmi frá tvíburanum en það var nokkuð flókið þar sem aðskila þurfti mænu og nýru. Með þessu er það von lækna og foreldra Lakshmi að hún geti lifað eðlilegu lífi að aðgerð lokinni. Ekki er þó fullkomlega ljóst með framhaldið þó aðgerðin hafi gengið vonum framar. Lakshmi liggur enn á gjörgæslu og í öndunarvél. Nú er að sjá hvernig líkami hennar taki þessum breytinum.

Aðgerin var kostnaðarsöm en fjölskyldan þurfti ekki að greiða rúpíu fyrir hana - læknar vildu hjálpa stúlkunni án greiðslu. Foreldrar Lakshmi eru fátækir verkamenn frá þorpi í Bíhar-héraði í norðurhluta Indlands. Margir þorpsbúar þar töldu ótækt að gerða aðgerðina - stúlkan væri endurholdgun gyðjunnar Mahalakshmi - gyðju auðæfa og ástar - sem ber fjórar hendur. Foreldrarnir voru þessu ósammála. Móðir Lakshmi og faðir höfnuðu einnig tilboðum sirkuseiganda sem vildu kaupa stúlkuna af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×