Erlent

Enn eitt dauðafley á Miðjarðarhafi

Óli Tynes skrifar
Þúsundir flóttamanna farast í hafi á hverju ári.
Þúsundir flóttamanna farast í hafi á hverju ári.

Að minnsta kosti 50 Afríkumenn létu lífið í bát sem þeir reyndu að sigla frá Senegal til Kanaríeyja. Báturinn fannst í dag eftir að hafa verið á reki í tvær vikur. Um 150 manns lögðu upp í siglinguna. Þegar út á haf var komið varð báturinn vélarvana.

Vatn og matur kláraðist og fólkið byrjaði að deyja. Líkunum var jafn harðan fleygt fyrir borð. Þegar báturinn fannst voru 100 manns um borð og tvö lík. Flóttamenn frá Afríku leggja oft upp í skelfilegu bátskrifum til þess að reyna að komast í velmegunina í Evrópu.

Þúsundir deyja á hverju ári þegar bátarnir annaðhvort farast í vondum veðrum eða verða vélarvana sökum eldsneytisskorts eða ónýtra mótora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×