Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma 6. nóvember 2007 11:58 Madeleine leikur sér við sundlaug hótelsins á Praia da Luz nokkrum dögum áður en hún hvarf 3. maí síðastliðinn. MYND/AFP Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. Mennirnir sem eru starfsmenn portúgölsku lögreglunnar ásaka yfirmenn sína fyrir að innsigla svæðið ekki strax og tryggja að sönnunargögn skemmdust ekki. Tvímenningarnir töluðu við breska blaðið Sun en vildu ekki láta nafna sinna getið. Annar þeirra sagði að innan við klukkutíma eftir að lögreglan kom á svæðið hefði ríkt algjör ringulreið á svæðinu. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang hefðu búist við að yfirmenn þeirra hefðu stjórn á rannsókninni, en svo hefði ekki verið. „Það var eins og þeir væru ekki á staðnum." „Fjölskylda, vinir, nágrannar, starfsfólk, fólk af götunni - allir fóru inn og út úr svefnherberginu til að kíkja undir rúmið, skaðinn varð þá." Hvaða mannshvarf sem væri ætti hins vegar að meðhöndla sem glælp. Félagarnir sögðu jafnfram að eitthvað óvenjulegt hefði verið við atvikið og foreldra Madeleine, Kate og Gerry. Annar þeirra sem hefur 20 ára starfsreynslu sagði þau hafa verið í uppnámi, fálmkennd og með galopin augu. Það séu reyndar eðlileg viðbrögð við svona kringumstæðum, en eitthvað annað hafi ekki verið eðlilegt. Fólkið hafi allt haft áfengi um hönd og þess vegna hafi verið erfitt að eiga við þau, þótt að þau hafi ekki verið ofurölvi. „Þegar þú ert hræddur og adrenalínið er á fullu eru viðbrögðin oft eins og hjá barni. Þú heldur að allir viti það sem þú veist. Það var erfitt að skilja þau. " Þetta var einmitt spurning Paulo Rebelo nýs yfirmanns rannsóknarinnar sem spurði vitni í gær hversu mikið McCann hjónin hefðu drukkið kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumennirnir tveir sögðust einnig hafa undrast af hverju McCann hjónin hringdu ekki á lögreglu fyrr en 40 mínútum eftir að hvarfið uppgötvaðist. Þeir sögðu að hvort sem það væri rétt eða rangt myndi grunur alltaf beinast að foreldrum Madeleine þar til sannleikurinn kæmi í ljós. Madeleine McCann Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar. Mennirnir sem eru starfsmenn portúgölsku lögreglunnar ásaka yfirmenn sína fyrir að innsigla svæðið ekki strax og tryggja að sönnunargögn skemmdust ekki. Tvímenningarnir töluðu við breska blaðið Sun en vildu ekki láta nafna sinna getið. Annar þeirra sagði að innan við klukkutíma eftir að lögreglan kom á svæðið hefði ríkt algjör ringulreið á svæðinu. Lögreglumennirnir sem komu á vettvang hefðu búist við að yfirmenn þeirra hefðu stjórn á rannsókninni, en svo hefði ekki verið. „Það var eins og þeir væru ekki á staðnum." „Fjölskylda, vinir, nágrannar, starfsfólk, fólk af götunni - allir fóru inn og út úr svefnherberginu til að kíkja undir rúmið, skaðinn varð þá." Hvaða mannshvarf sem væri ætti hins vegar að meðhöndla sem glælp. Félagarnir sögðu jafnfram að eitthvað óvenjulegt hefði verið við atvikið og foreldra Madeleine, Kate og Gerry. Annar þeirra sem hefur 20 ára starfsreynslu sagði þau hafa verið í uppnámi, fálmkennd og með galopin augu. Það séu reyndar eðlileg viðbrögð við svona kringumstæðum, en eitthvað annað hafi ekki verið eðlilegt. Fólkið hafi allt haft áfengi um hönd og þess vegna hafi verið erfitt að eiga við þau, þótt að þau hafi ekki verið ofurölvi. „Þegar þú ert hræddur og adrenalínið er á fullu eru viðbrögðin oft eins og hjá barni. Þú heldur að allir viti það sem þú veist. Það var erfitt að skilja þau. " Þetta var einmitt spurning Paulo Rebelo nýs yfirmanns rannsóknarinnar sem spurði vitni í gær hversu mikið McCann hjónin hefðu drukkið kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumennirnir tveir sögðust einnig hafa undrast af hverju McCann hjónin hringdu ekki á lögreglu fyrr en 40 mínútum eftir að hvarfið uppgötvaðist. Þeir sögðu að hvort sem það væri rétt eða rangt myndi grunur alltaf beinast að foreldrum Madeleine þar til sannleikurinn kæmi í ljós.
Madeleine McCann Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira