Ráðist gegn PKK Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 12:14 Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Spenna hefur magnast á landamærunum síðustu vikurnar en skæruliðar Kúrda hafa gert fjölmargar árásir í landamærahéruðum Tyrkja og fellt fjölmarga. Síðan hafa þeir skotist aftur yfir landamærin til bækistöðva sinna í Norður-Írak. Tyrkneska þingið hefur veitt her Tyrkja heimild til innrásar svo koma megi í veg fyrir árásir Kúrda. Ráðamenn í Ankara segja það þó síðasta kostinn um leið og hundrað þúsund hermenn bíða skipana við landamærin. Tyrkir hafa beðið Íraka og Bandaríkjamenn um að taka á skæruliiðunum en fátt hefur verið um svör - deilendur aðeins hvattir til að sýna stillingu enda óttast Írakar og Bandaríkjamenn að ef af innrás yrði myndi ástandið versna á eina friðvænlega svæðinu í Írak og vandinn breiðast út um allt landið. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom þó til Tyrklands í gær og sagði við það tækifæri að skæruliðar Kúrda og samtök þeirra, PKK, væru óvinir Bandaríkjamanna ekki síður en Tyrkja. Nouri al-Maliki, forsætsiráðherra Íraks, situr nú ráðstefnu um öryggismál í Írak sem haldin er í Istanbúl í Tyrklandi. Í ræðu í morgun hét hann því að hart yrði tekið á skæruliðum Kúra og að skrifstofum PKK yrði lokað. Talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar tók í sama streng í viðtali við Reuters fréttastofuna skömmu síðar. Hann bætti við að hernaðaraðgerðir kæmu til greina - allir möguleikar væru á borðinu. Skömmu síðar bárust fréttir af því að skrifstofum PKK hefði verið lokað. Hvort það dugar Tyrkjum er óvíst - og enn bíðar hermenn þeirra við landamærin. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Spenna hefur magnast á landamærunum síðustu vikurnar en skæruliðar Kúrda hafa gert fjölmargar árásir í landamærahéruðum Tyrkja og fellt fjölmarga. Síðan hafa þeir skotist aftur yfir landamærin til bækistöðva sinna í Norður-Írak. Tyrkneska þingið hefur veitt her Tyrkja heimild til innrásar svo koma megi í veg fyrir árásir Kúrda. Ráðamenn í Ankara segja það þó síðasta kostinn um leið og hundrað þúsund hermenn bíða skipana við landamærin. Tyrkir hafa beðið Íraka og Bandaríkjamenn um að taka á skæruliiðunum en fátt hefur verið um svör - deilendur aðeins hvattir til að sýna stillingu enda óttast Írakar og Bandaríkjamenn að ef af innrás yrði myndi ástandið versna á eina friðvænlega svæðinu í Írak og vandinn breiðast út um allt landið. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom þó til Tyrklands í gær og sagði við það tækifæri að skæruliðar Kúrda og samtök þeirra, PKK, væru óvinir Bandaríkjamanna ekki síður en Tyrkja. Nouri al-Maliki, forsætsiráðherra Íraks, situr nú ráðstefnu um öryggismál í Írak sem haldin er í Istanbúl í Tyrklandi. Í ræðu í morgun hét hann því að hart yrði tekið á skæruliðum Kúra og að skrifstofum PKK yrði lokað. Talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar tók í sama streng í viðtali við Reuters fréttastofuna skömmu síðar. Hann bætti við að hernaðaraðgerðir kæmu til greina - allir möguleikar væru á borðinu. Skömmu síðar bárust fréttir af því að skrifstofum PKK hefði verið lokað. Hvort það dugar Tyrkjum er óvíst - og enn bíðar hermenn þeirra við landamærin.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira