Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Guðjón Helgason skrifar 2. nóvember 2007 19:00 Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist. Erlent Fréttir Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist.
Erlent Fréttir Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira