Erlent

Guð hatar homma

Óli Tynes skrifar
Guði sé lof fyrir dauða hermenn.
Guði sé lof fyrir dauða hermenn.

Kirkjusöfnuður í Bandaríkjunum sem hatast við samkynhneigða hefur verið sektaður um tæpan milljarð króna fyrir að trufla útför hermanns sem féll í stríðinu í Írak. Viðkomandi hermaður var ekki samkynhneigður og kirkjan er í sjálfu sér ekki á móti hermönnum.

Hún telur hinsvegar að ástæðan fyrir því að bandarískir hermenn séu að deyja í Írak sé sú að Guð hafi andstyggð á Bandaríkjunum vegna þeirrar linkindar sam samkynhneigðum sé sýnd.

Á skiltum sem þessir hermenn almættisins bera segir; "Guði sé lof fyrir dauða hermenn," og "Guð hatar homma."

Faðir hermannsinns fyrrnefnda sætti sig ekki við þennan boðskap og höfðaði mál, með fyrrgreindri niðurstöðu.

Talsmaður safnaðarins sagði að þeir myndu áfrýja og að þeir myndu halda áfram að trufla útfarir bandarískra hermanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×