Erlent

Írak fjölgar varðstöðvum á landamærum Tyrklands

Óli Tynes skrifar
Tyrkneskir skriðdrekar á landamærum Íraks.
Tyrkneskir skriðdrekar á landamærum Íraks.

Stjórnvöld í Írak hafa sett upp fleiri eftirlitsstöðvar við landamærin að Tyrklandi, til þess að hindra árásarferðir Kúrdiskra skæruliða. Jafnframt á að loka aðflutningsleiðum að víghreiðrum Kúrdiska verkamannaflokksins.

Liðsmenn hans hafa myrt tugi Tyrkja í árásum yfir landamærin á síðustu vikum. Tyrkir hafa safnað miklu liði á landamærunum og hótað innrás í Norður-Írak til þess að uppræta kúrdisku skæruliðana. Tyrkjum er þó mikið í mun að leysa málið með öðrum hætti og hafa átt í samningaviðræðum við Íraka.

Írakar vilja auðvitað líka sleppa við innrás og hafa lofað að gera hvað þeir geta til þess að hafa hemil á skæruliðunum. Utanríkisráðherra Íraks sagði í dag að auk þessa væri nú lagt mikið kapp á að fá lausa átta tyrkneska hermenn sem kúrdar rændu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×