Erlent

Allt allsherjarþing Sþ gegn Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Ekki eru líkur á að Bandaríkin aflétti viðskiptabanni á Kúbu meðan þessi maður er á lífi.
Ekki eru líkur á að Bandaríkin aflétti viðskiptabanni á Kúbu meðan þessi maður er á lífi.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja Bandaríkin til þess að aflétta viðskiptabanni af Kúbu. Það bann hefur verið í gildi í fjóra áratugi. Í atkvæðagreiðslunni í dag greiddu 184 ríki atkvæði með tillögunni. Fjögur voru á móti og eitt sat hjá.

Þetta er í sextánda skipti sem þessi tillaga hefur verið samþykkt á Allsherjarþinginu. Hún er ekki bindandi fyrir Bandaríkin. Og það eru engar líkur á því að Bandaríkin fari eftir henni núna frekar en í hin fimmtán skiptin.

Í síðustu viku hafnaði Bush forseti því að aflétta viðskiptabanni fyrr en komið væri lýðræði á Kúbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×