Erlent

Fýkur í skattaskjólin

Óli Tynes skrifar
Frá Mön.
Frá Mön.

Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum. Þarmeð er ekki lengur hægt að fela tekjur og moldrík skúffufyrirtæki eru einnig úr sögunni.

Samningur Manar nær til Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Grænlands og Færeyja.

Eyjan Mön hefur sjálfstjórn og hefur löngum farið sínar eigin leiðir í efnahagsmálum. Auk þess að gera samning um að skattayfirvöld og lögregla skiptist á upplýsingum var gerður tvísköttunarsamningur milli Manar og Norðurlandanna.

Þar er að finna sérstök ákvæði í kringum flug og siglingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×