Erlent

Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt

Dagfinn Höybråten, forseti Norðurlandaráðs, segir Norðurlöndin geta miðlað af þekkingu sinni á umhverfismálum.
Dagfinn Höybråten, forseti Norðurlandaráðs, segir Norðurlöndin geta miðlað af þekkingu sinni á umhverfismálum.

Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum. Það er vilji meðal þingmanna um að Norðurlöndin tali einni röddu á þessu sviði. Rödd Norðurlandanna er mjög mikilvæg. Löndin hafa dýrmæta reynslu í umhverfismálum og geta miðlað miklu af þekkingu sinni", sagði Dagfinn Høybråten, forseti Norðurlandaráðs á blaðamannafundi í Osló dag.

Boðað var til blaðamannafundarins tilefni af árlegu þingi Norðurlandaráðs sem sett verður í Osló á morgun. Meginþema þingsins, sem haldið er í 59. sinn, er svar Norðurlandanna við loftslagsbreytingunum. Þingið hefst með leiðtogafundi þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna og leiðtogar stjórnarandstöðu landanna ræða viðbrögð við loftslagsbreytingunum.

Ráðherrarnir leggja meðal annars fram skýrslu um norrænar aðgerðir fyrir leiðtogafundinn um loftslagsmál sem haldinn verður í Kaupmannahöfn eftir 2 ár. Á þingi Norðurlandaráðs verður ennfremur fjallað um orku- og velferðarmál, hnattvæðingu og landamærahindranir á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×