Erlent

Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína

Ólöglega byggð hótel og íbúðarhús skipta tugum þúsunda meðfram  ströndum Spánar.
Ólöglega byggð hótel og íbúðarhús skipta tugum þúsunda meðfram ströndum Spánar.

Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins.

Ólögleg byggð er sögð ógna ferðamannaiðnaði landsins sem vegur þungt í gjaldeyristekjum þess. Því er haldið fram að sem nemur þrem fótboltavöllum af strandlengjunni fari undir steypu á hverjum degi. Og þetta er sagt vera að eyðileggja hina náttúrulegu fegurð baðstrandanna á Spáni.

Ríkisstjórnin ætlar að leita samvinnu við sveitastjórnir til þess að bæta úr þessu. Reynt verður að semja við húseigendur ólöglega byggðra hótela og heimila um bætur. Ef samningar nást ekki verður hægt að taka húsin eignarnámi og rífa þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×