Erlent

LÚS-ER

Óli Tynes skrifar
Í útrýmingarhættu....en tæplega saknað.
Í útrýmingarhættu....en tæplega saknað.

Flatlúsin er í útrýmingarhættu að sögn danska blaðsins Nyhedsavisen. Blaðið segir að danska Náttúruminjasafnið sé nú með allar klær úti til þess að ná sér í eintök af kvikindinu. Ástæðan er sögð vera sú hneigð kvenna að raka sig og fara í vaxmeðferð.

Nyhedsavisen vitnar í Kees Moeliker sem stýrir Náttúruminjasafninu í Rotterdam, í Hollandi. Það safn mun eiga í sama vanda og það danska. Moeliker segir að bústaður flatlúsarinnar sé einskorðaður við hár við kynfæri manna. Ef þau séu numin á brott verði hún húsnæðislaus.

Danskir lesendur sjá húmorinn í þessu. Einn þeirra skrifar í athugasemd við frétt blaðsins; "Við erum þrjár litlar flatlýs. Gillette eyðilagði heimilið okkar. Er pláss hjá þér ?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×