Erlent

Ísraelar vilja loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar

Óli Tynes skrifar
Saeb Erekat
Saeb Erekat

Ísraelar ráðgera að loka fyrir rafmagn til Gaza strandarinnar vegna eldflaugaárása þaðan yfir til Ísraels. Ehud Barak varnarmálaráðherra Ísraels samþykkti í gær að draga úr raforkuveitu til strandarinnar. Ekki var sagt hvenær byrjað yrði á því.

Hamas samtökin hertóku Gaza ströndina í sumar og hröktu þaðan liðsmenn Mahmoud Abbas, forseta. Síðan hefur verið haldið uppi stöðugum eldflaugaárásum. Saeb Erekat, einn af nánustu ráðgjöfum Abbas fordæmdi þessa ætlan í dag. Ein og hálf milljón Palestínumanna búa við illan kost á Gaza ströndinni.

Erekat hvatti þjóðir heims til þess að vernda þá fyrir þessum aðgerðum og þrýsta á Ísraela að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×