Erlent

Tyrkir stráfella kúrdiska skæruliða

Kúrdiskir skæruliðar í Írak.
Kúrdiskir skæruliðar í Írak.

Tyrkneskar hersveitir felldu í dag þrjátíu kúrdiska skæruliða við landamæri Íraks. Tyrkneska herstjórnin segir að minnst sextíu og fjórir kúrdar hafi þá verið felldir síðan á sunnudag. Undanfarnar vikur hafa kúrdar fellt fjölmarga Tyrki, bæði hermenn og almenna borgara, í árásum yfir landamærin.

Tyrkir hafa safnað miklu herliði við landamærin en vilja í lengstu lög komast hjá því að gera stórfellda árás yfir þau. Jalal Talabani, forseti Íraks hefur skipað kúrdunum að leggja niður vopn eða yfirgefa landið ella. Bandaríkjamenn hafa einnig reynt að fá kúrdiska bandamenn sína í norðurhluta Íraks til þess að fá bræður sína til þess að leggja niður vopn.

Kúrdarnir sem gera árásirnar tilheyra hinum svokallaða Kúrdiska verkamannaflokki PKK. Þeir berjast fyrir sjálfstæðu ríki kúrda í Tyrklandi. Tyrkir hafa hinsvegar gert hvað þeir geta til þess að útrýma kúrdiskri menningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×