Fyrsta farþegaflug ofurþotu Guðjón Helgason skrifar 25. október 2007 12:59 Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Þetta var fyrsta farþegaflug þessarar nýju ofurþotu. Airbus A380 er tveggja hæða og með fjóra hreyfla. Gólfpláss í henni er helmingi meira en í stærstu vélum sem hingað til hafa verið í notkun. Farþegar í þotum af þessari gerð geta flestir verið 555 sé henni skipt í þrjú farrými en rúmlega 200 fleiri ef farrýmið er aðeins eitt. Krá og fríhöfn eru meðal þess sem boðið er upp á í þotum sem þessum. Þotunni var flogið af stað frá Síngapúr skömmu eftir miðnætti að íslenksum tíma og hún lenti á áttunda tímanum í Sydney í Ástralíu. 455 farþegar voru um borð. Flugmiðinn var dýr og höfðu sumir borgað mörg hundruð þúsund krónur til að fá að fara með í þetta sögulega flug. Sumir keyptu miða á alþjóðlega uppboðsvefnum eBay og ágóðinn af þeirri sölu fór til góðgerðarmála. 30 manna áhöfn var um borð í þotunni - þar á meðal 4 flugmenn. Framleiðsla A380 þotunnar hefur verið höfuðverkur fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus. Flugfélagið Singapore Airlines fékk fyrstu ofurþotuna afhenta fimmtánda þessa mánaðar - nærri tveimur árum á eftir áætlun. Framleiðslan hefur farið margar milljónir bandaríkjadala fram úr áætlun og fyrirtækið þegar þurft að fækka starfsfólki til að mæta því. Næstu fjögur árin verður tíu þúsund manns sagt upp. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Stærsta farþegaþota í heimi, Airbus A380, lenti í Sydney í Ástralíu í morgun eftir sögulegt flug frá Singapúr. Ekki mátti það seinna vera því framleiðslan hefur tafist um tvö ár og kostað marga starfsmenn Airbus vinnuna. Þetta var fyrsta farþegaflug þessarar nýju ofurþotu. Airbus A380 er tveggja hæða og með fjóra hreyfla. Gólfpláss í henni er helmingi meira en í stærstu vélum sem hingað til hafa verið í notkun. Farþegar í þotum af þessari gerð geta flestir verið 555 sé henni skipt í þrjú farrými en rúmlega 200 fleiri ef farrýmið er aðeins eitt. Krá og fríhöfn eru meðal þess sem boðið er upp á í þotum sem þessum. Þotunni var flogið af stað frá Síngapúr skömmu eftir miðnætti að íslenksum tíma og hún lenti á áttunda tímanum í Sydney í Ástralíu. 455 farþegar voru um borð. Flugmiðinn var dýr og höfðu sumir borgað mörg hundruð þúsund krónur til að fá að fara með í þetta sögulega flug. Sumir keyptu miða á alþjóðlega uppboðsvefnum eBay og ágóðinn af þeirri sölu fór til góðgerðarmála. 30 manna áhöfn var um borð í þotunni - þar á meðal 4 flugmenn. Framleiðsla A380 þotunnar hefur verið höfuðverkur fyrir evrópska flugvélaframleiðandann Airbus. Flugfélagið Singapore Airlines fékk fyrstu ofurþotuna afhenta fimmtánda þessa mánaðar - nærri tveimur árum á eftir áætlun. Framleiðslan hefur farið margar milljónir bandaríkjadala fram úr áætlun og fyrirtækið þegar þurft að fækka starfsfólki til að mæta því. Næstu fjögur árin verður tíu þúsund manns sagt upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira