Erlent

Rosalegt mannfall í Ríó

Óli Tynes skrifar
Lögregla stendur yfir líkum fallinna í Ríó.
Lögregla stendur yfir líkum fallinna í Ríó.

Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Alls féllu 694 og að auki 16 lögregluþjónar.

Þetta er 33,5 prósenta aukning frá síðasta ári. Mest hefur mannfallið orðið í stóraðgerðum lögreglu gegn eiturlyfjasölum og öðrum skipulegum glæpahópum.

Sem dæmi má nefna að í júní síðastliðnum féllu 19 manns í skotbardaga í einu fátækrahverfi borgarinnar.

Ekki eru allir sem falla glæpamenn eða lögreglumenn. Í síðustu viku féllu tólf manns þar á meðal fjögurra ára barn í innrás lögreglunnar í eitt fátækrahverfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×