Erlent

Leggið þið niður vopn eða farið þið

Óli Tynes skrifar
Jalal Talabani, forseti Íraks.
Jalal Talabani, forseti Íraks.

Jalal Talabani forseti Íraks krafðist þess í dag að Kúrdar leggi niður vopn eða yfirgefi landið ella. Talabani er sjálfur Kúrdi. Tyrkir gerðu í dag stórskotaárás á kúrdahéruðin í Norður-Írak.

Hryðjuverkamenn sem tilheyra hinum svokallaða Kúrdiska verkamannaflokki PKK hafa myrt tugi Tyrkja í árásum yfir landamæri ríkjanna undanfarnar vikur.

Ríkisstjórn Tyrklands hefur fengið heimild frá þinginu til þess að ráðast yfir landamærin til þess að reyna að berja niður PKK.

Um 60 þúsund tyrkneskir hermenn hafa safnast saman við landamæri ríkjanna. Ástandið er flókið því kúrdahéruðin í norðurhlutanum njóta sjálfstjórnar.

Leiðtoginn þar, Masoud Barzani segir að hann kæri sig ekki um að lenda á milli Tyrkja og PKK, en ef tyrkneskir hermenn ráðist yfir landamærum verði þeirri árás svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×