Erlent

ÚPS

Óli Tynes skrifar
Eldsneyti dælt á flugvél á flugi.
Eldsneyti dælt á flugvél á flugi.

Það lyftist brúnin á stjórnendum Boeing flugvélaverksmiðjunnar á fimmtudaginn. Þá sáu þeir í daglegu yfirliti varnarmálaráðuneytisins um verksamninga, að þeir ættu að fá 24 milljarða dollara fyrir að halda eldsneytisvélum flughersins í góðu standi. Þetta var eiginlega of gott til að vera satt.

Og eins og venjulega þegar eitthvað er of gott til þess að vera satt, þá er það ekki satt. Þarna höfðu verið slegið inn aðeins of mörg núll. Samningurinn átti að hljóða upp á 24 milljónir dollara en ekki 24 milljarða. Ojæja. Eins og þeir segja í Ameríku; "Easy come, easy go."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×