Viðskipti erlent

Ný tækni leyfir notkun farsíma í flugi

Aðeins verður þó hægt að nota farsímana eftr að flugvélin hefur náð 3 þúsund metra hæð.
Aðeins verður þó hægt að nota farsímana eftr að flugvélin hefur náð 3 þúsund metra hæð. MYND/365

Flugfarþegar geta innan tíðar átt von á því að geta talað farsíma í miðju flugi þökk sé nýrri farsímatækni. Hingað til hefur öll notkun farsíma verið bönnuð þar sem þeir hafa truflandi áhrif á stjórnkerfi flugvéla.

Tæknin sem hér um ræðir gerir það hins vegar að verkum að rafbylgjur farsíma hafa ekki lengur áhrif á nálæg raftæki. Áætlað er að tæknin muni fyrst ryðja sér til rúms í Evrópu. Nú þegar hafa ríki Evrópusambandsins lagt fram áætlun um það hvernig megi koma hinni nýju tækni fyrir í farsímakerfum álfunnar.

Fari svo að eftirlitsaðilar og flugfyrirtæki gefi tækninni grænt ljós munu farþegar innan lofthelgi Evrópusambandsins fljótlega getað talað í símann í miðju flugi. Þó aðeins eftir að vélin hefur náð meira þrjú þúsund metra hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×