Erlent

Minn bingó vinningur....nei minn

Óli Tynes skrifar
Ekki náðust sættir um hver ætti bingó vinninginn.
Ekki náðust sættir um hver ætti bingó vinninginn.

Breskur dómari hefur stöðvað greiðslu á 120 milljóna króna bingó vinningi eftir heiftarlegar fjölskyldudeilur um hver ætti hvað. Enginn dregur í efa að hin 69 ára gamla Jean McCullagh átti miðan sem vinningurinn kom á, síðastliðið föstudagskvöld.

Með henni í bingó salnum voru hinsvegar systir hennar og tvær mágkonur. Þær halda því fram að það hafi verið fyrirfram ákveðið að ef einhver þeirra fengi vinning skyldu þær skipta honum jafnt. Því neitaði Jean eftir að hún hafði fengið vinninginn.

Systirin og mágkonurnar fóru því beint úr bingósalnum til næsta lögfræðings. Auk þess að stöðva greiðslu vinningsins frysti dómarinn bankareikning Jean, þartil hann hefði fengið tækifæri til þess að skoða málið betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×