Erlent

Hrukkukrem virka ekki

Óli Tynes skrifar
Ódýra rakakremið reyndist betra.
Ódýra rakakremið reyndist betra.
Árum saman hefur fólk trúað því að dýru fínu hrukkukremin væru betri en þau ódýru. Það er rangt, ef marka má nýlega rannsókn í Svíþjóð. Danska blaðið BT segir frá þessu en getur þess ekki hverjir stóðu fyrir rannsókninni.

Hún fór annars þannig fram að áttatíu þáttakendum var skipt í þrjá hópa. Notast var við tvær tegundir af kremi. Annarsvegar var "Chanel´s ultra correction restructuring anti-wrinkle cream" sem kostar um 7000 krónur dollan.

Hinsvegar var svo rakakremið Cosmea, úr apótekinu. Sem kostar um 500 krónur dollan. Einn hópurinn fékk Chanel kremið í Chanel dós. Annar hópurinn fékk Cosmea kremið en í dós frá Chanel. Þriðji hópurinn fékk Cosmea kremið í Cosmea dós.

Meðan á tilrauninni stóð fylltu þáttakendur út spurningaskema þar sem þeir lýstu upplifun sinni með kremið. Niðurstaðan með bæði kremin var að þau ynnu ekki á hrukkum. Húðin á þeim sem notuðu Cosmea kremið var hinsvegar ívið mýkri en á þeim sem notuðu Chanel.

Ástæðuna sögðu rannsakendur vera þá að þeir hefðu fengið meiri raka. Bestu heildarupplifunina fengu þeir sem notuðu Cosmea kremið í Chanel dósinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×