Erlent

Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore

Óli Tynes skrifar
Björn Lomborg.
Björn Lomborg.
Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. Lomborg er líklega sá maður sem umhverfissinnar hata mest. Hann hefur skrifað óteljandi greinar og fjölmargar bækur um það sem honum finnst vera svindl og vitleysa þeirra sem spá heimsendi í tíma og ótíma. Lomborg viðurkenningar að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Ástandið sé hinsvegar ekki nærri því eins alvarlegt og sumir vilji vera láta. Lomborg finnst Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna vel að verðlaununum komin. Hún spáir því að yfirborð heimshafanna muni hækka um 30 sentimetra á næstu 100 árum.

Það þykir Lomborg ekki óskynsamleg spá. Gore spáir því hinsvegar að yfirborðið muni hækka um heila sex metra. Það þykir Svíanun tóm vitleysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×