Erlent

Á leið á árangurslausan fund

Óli Tynes skrifar
Condoleezza Rice hefur tæpast erindi sem erfiði í Moskvu.
Condoleezza Rice hefur tæpast erindi sem erfiði í Moskvu.

Bandaríkin og Rússland virðast ekki vera neitt nærri því að leysa ágreiningsmál sín, nú þegar tveir af æðstu ráðherrum bandaríkjastjórnar halda til Moskvu til viðræðna.

Þau Condoleezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates, varnarmálaráðherra munu hitta rússneska starfsbræður sína á fundi næsta föstudag.

Meðal þess sem þjóðirnar greinir á um eru eldflaugavarnir Bandaríkjanna í Evrópu, kjarnorkuáætlun Írana og framtíð Kosovo héraðs.

Fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn hafa reynt að fá Rússa til þess að taka harðari afstöðu til Írans, en án árangurs.

Rússar standa enda að nokkru leyti á bakvið Írana í þessu efni, þar sem þeir selja þeim bæði kjarnorkueldsneyti og tæknibúnað fyrir milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×