Erlent

Borgarstjóri fundar með mótmælendum Ungdómshússins

Danska lögreglan berst við mótmælendur vegna ungdómshússins.
Danska lögreglan berst við mótmælendur vegna ungdómshússins.

Stjórnendur mótmælahreyfingarinnar sem varð til þegar Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn var rifið, hafa ákveðið að þiggja boð Ritt Bjerregård borgarstjóra um að funda með henni. Hvað eftir annað hefur komið til óeirða í Kaupmannahöfn síðan húsið var jafnað við jörðu.

Mótmælendurnir hafa sett fram fjórar meginkröfur. Þeir vilja fá nýtt ungdómshús afhent fyrir eina krónu danska. Nýja húsið á að vera jafn stórt og það gamla. Húsið á að vera á Norðurbrú. Þeir vilja sjálfir ráða þar húsum.

Ungdómshúsið varð til árið 1982 þegar borgarstjórnin eftirlét samtökum ungmenna aðgangsrétt að ónotuðu húsi við Jagtvej 69. Árið 2000 var húsið selt og þá upphófst sjö ára lagadeila um framtíð þess. Nýju eigendurnir vildu rífa húsið en íbúarnir neituðu að fara þaðan. Þeim var boðið nýtt húsnæði en allt kom fyrir ekki.

Í sumar gerði svo lögreglan leifturárás á húsið og rýmdu það. Það var svo rifið undir lögregluvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×