Erlent

Musharraf má bjóða sig fram

Guðjón Helgason skrifar

Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum.

Forsetinn hefur lýst því yfir að verði hann endurkjörin muni hann afsala sér herfoingjatign sinni. Kosið er í næstu viku en það er þing landsins sem velur forseta. Fjörtíu eru í framboði en enginn talinn ógna Musharraf. Niðurstaða hæstaréttar kom mörgum í Pakistan á óvart vegna úrskurða í ýmsum málum síðustu árin sem ekki hafa verið Musharraf í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×