Erlent

Bíllaust í Brussel

Guðjón Helgason skrifar

Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík.

Íbúar í Brussel í Belgíu geymdu flestir fjölskyldubílinn heima í gær og notuðu reiðhjól eða tvo jafnfljóta til að komast á milli staða. Stórum hluta borgarinnar var lokað fyrir bílaumferð - nema að leigubílum var leyft að fara óhindrað um. Brusselbúar voru flestir sáttir við framtakið og gripu tækifærið.

Tilgangurinn með bílabanninu var að sýna hvernig hægt væri að komast um með öðrum leiðum en á þarfasta þjóni nútímafólks - og þannig menga minna.

Talið er að bílar í heiminum fjölgi um sjötíu milljónir á næsta áratug og umhverfisverndarinnar uggandi um afleiðingar þess.

Bíllaus dagur hefur verið hluti Evrópskrar samgönguviku víða - og í mörgum borgum sem tóku þátt í ár var það svo. Ekki þó í Reykjavík - enda vitað að Íslendingar skilja bílinn sjaldnast eftir heima ef þeir þurfa að komast milli staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×