Handbolti

Haukar rúlluðu yfir Eyjamenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Eyþórsson Eyjamaður tekur hraustlega á Arnari Péturssyni í leik Hauka og ÍBV í dag.
Grétar Eyþórsson Eyjamaður tekur hraustlega á Arnari Péturssyni í leik Hauka og ÍBV í dag. Mynd/Anton

Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í dag en að loknum tveimur umferðum eru Haukar, Fram og Stjarnan enn ósigruð.

Haukar fóru létt með Eyjamenn á heimavelli í dag og unnu sextán marka sigur, 37-21. Freyr Brynjarsson var markahæstur Hauka með níu mörk en þeir Nikolaj Kulikov og Sigurður Bragason skoruðu fimm hver fyrir ÍBV.

Í Mosfellsbæ unnu HK-ingar góðan sigur á heimamönnum, 28-24, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik, 13-12. Augustas Strazdas var markahæstur HK-inga með átta mörk en Egidijus Petkevicius var sem fyrr atkvæðamikill í marki HK með 22 varin skot.

Þá unnu Framarar sinn annan erfiða útileik í röð með 30-26 sigri á Akureyri norðan heiða.

Magnús Stefánsson skoraði tólf mörk fyrir Akureyri en Jóhann Gunnar Einarsson níu fyrir Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×